|
Afi minn
Afi minn dó í nótt. Hann var lagður inn á gjörgæslu Landsspítalans í fyrrakveld og var haldið sofandi í öndunarvél þartil hann lést í nótt/morgun. Þetta tók fljótt af. Hann var hress þangað til á þriðjudaginn. Mér finnst best að þetta hafi gerst svona, að hann hafi ekki þurft að vera á spítala í margar vikur eða mánuði áður. Afi minn Brandsson. Kjartan frændi hringdi áðan að votta mér samúð sína. Takk :) Við heimsóttum hann í gær. Ætluðum að gera það í dag en honum versnaði þannig að við ákváðum að fara í gærkveldi. Það var erfitt að sjá afa svona tengdan við vélar og andaði ekki sjálfur, heldur sá önnur vél um það. Hann var ekki með tennurnar sínar heldur. Hann afi sem hefur alltaf verið svo hraustur og kveinkaði sér aldrei. Hann greindist nýlega með hvítblæði en lét á engu bera. Hann var enn sterki, góði afi. Hélt áfram að syngja í kórum og fara á tónleika og í leikhús með Lóu hinni. Ég held að hann hefði ekki viljað verða hressari aftur, bara til að vera með öndunarhjálp í marga daga og verða svo aftur svona veikur og ganga í gegn um þetta allt aftur. Sjáumst seinna, afi minn, sjáumst í Valhöll.
skrifað af Runa Vala
kl: 11:10
|
|
|